Foreldrafélag

Gullkorn veturinn 2006 - 2007

 

Ágúst 2007

Sigga Þóra fer út að fara yfir garðinn og sjá hvort nokkuð hættulegt sé í garðinum.  Hún opnar leikfangaskúrinn, nær i hrífu og fer að raka sandinn í sandkassanum í leit t.d. að kattaskít. 
Ari 3 ára fylgist með og segir:  "Sigga er að opna bílskúrinn og ná í greiðu.  Sigga greiða sandkassanum".

Í glugganum í Skýjakoti er stór hrossafluga sem vekur athygli barnanna. 
Ari 3 ára:  "Vá, krossafluga!!"
Marta 2,6 ára:  "Já!  Frussafluga!"

Dagur 2,10 ára kallar upp:  "ó mæ dad!!" (þýðing:  oh my god eða guð minn góður)

Marta 2,6 ára er á bak við sveigðan púða á Torginu og segist vera búðakona.  Hún kallar í Önnu Grétu og spyr hvort hún vilji ekki kaupa banana.  Anna Gréta gerir það og spyr svo hvað hann kosti.  Marta er með allt á hreinu og svarar:  "Peninga!"
Pétur Reidar 2,11 ára sér kaupin fara fram og kaupir líka í búðinni hjá Mörtu.  Þegar kemur að borgun segir Marta:  "Þetta kostar fimmTJÁN!"

Óli 2,6 ára segir við Jóhönnu 2,7 ára:  "Viltu hjálpa mér að setja í vasann?"
Jóhanna reynir að renna rennilásnum á vasanum hens en það tekst ekki. 
Þá segir Jóhanna:  "Það vantar batterí!"

Óli 2,6 ára situr í Listasmiðju og er að mála.  Hann segist vera að gera könguló. 
Óli:  "Könguló geta ekki tala"
Kennari:  "Nú?"
Óli:  "Já, bara fljúgið"
Kennari:  "Hvernig flýgur könguló?"
Óli:  "Bara vííííí"

Júlí 2007

Í matartíma segir Jóhanna 2,6 ára:  "Meira remó!" (remólaði)

Ísak Arnar1,10 ára er aðeins að gráta í matartímanum af því að hann er svo óþolinmóður að fá meiri mat.  Þá kallar Jóhanna 2,6 ára hughreystandi til hans:  "Rólegur.  Mamma þíni kemur bráðum".

Jóhanna 2,6 ára:  "Kisa brjóta dót Matteu" (litlu systur)
Kennari:  Hvað heitir kisan?
Jóhanna:  Hún er 10 ára.  Rosa 10 ára!"

Júní 2007

Það er matartími og Theodór 2,6 ára er að borða eintómt pítubrauð.  Lítil sósa hefur slæðst með á lítinn hluta pítunnar.  Þá segir Theodór óánægður:  "Tanja, viltu bíta sósuna af"

Theodór 2,6 ára er að leira.  Anna Gréta spyr hvað hann sé að leira.
Theodór:  Ammæli-í-dag-köku

Marta 2,4 ára:  Pétur Reidar er sterkur!
Kennari:  Ert þú sterkur, Pétur Reidar?
Pétur Reida 2,9 ára kinkar kolli alvarlegur á svip og bendir á sig:  "Ég er ÍÞRÓTTAÁLFURINN!"

Nokkur börn eru að leika sér í Hofinu og Anna Gréta fylgist með og skrifar leikinn niður á blað.  Jóhanna 2,5 ára er áhugasöm um það sem fer á blaðið.  Hún segir:  "Þetta er könguló.  Marga könguló!"  Greinilega illa skrifað hjá Önnu Grétu

Dagur 2,8 ára kemur aftur í leikskólann eftir að hafa verið í 2ja vikna fríi á Ítalíu.  Sigga Þóra spyr hann hvað hann hafi veirð að gera á Ítalíu.  Dagur hugsar sig um svolitla stund og segir svo:  "Gakki turninn í Bísa"  (Skakki turninn í Písa)

Nokkur börn eru inni í Hofi og búin að búa til lest úr stólunum.  Baldur stýrir lestinni.  Tanja spyr hann hvert hann ætli að fara.  Baldur 2,5 ára svarar ákveðinn:  "Ég fara til Afríku að kaupa ís!"

Eftir ferð á Brúðubílinn segir Thea Snæfríður 2,5 ára:  "Brúðubíllinn keyrir bara alveg út í buskann!"
Ella spyr:  "Hvar er buskinn?"
Thea Snæfríður svarar:  "Það er bara svona tré.  Allir Brúðubílar eiga heima í Buska.  Það er svona risastórt tré."

Nokkur börn voru að leika með dúkkudót og furðuföt inni í Hofi.  Marta 2,4 ára tekur slæðu og sest við borðið og segir:  "Ég er að prjóna".  Fleira börn koma og gera eins.  Svo segir Ari 2,10 ára:  "Við erum í saumaklúbb"

Anna Gréta spyr:  "Theodór, viltu meiri mjólk?"  "Jamm, takk" svarar Theodór 2,6 ára.

Marta 2,4 ára situr í matartímanum og sér rútu keyra fram hjá leikskólanum.  "Þarna er fjörið!"  segir Marta og bendir á rútuna.

Anna Sigyn gleymir að nota gaffalinn í smá stund í matartímanum af því að hrísgrjónin eru svo óþekk og eru alltaf að detta af gafflinum.  Anna Gréta segir við hana: "Heyrðu vinkona, ekki gleyma gafflinum!"  Óli 2,4 ára segir þá snarlega "Ég líka vinkona".

Jóhanna 2,5 ára situr í sætinu sínu í kaffitímanum og fylgist með mömmu Maríu Ólafar út um gluggann og segir:  "María Ólöf á þetta!"

Þórunn ætlar að halda á Theodóri 2,6 ára í sætið sitt en þá gólar Theodór hátt:  "ÉG KANN AÐ LABBA!!!!"

Ella var búin að setja fléttur í nokkrar stelpur og ARa sem vildi líka fá fléttu.  Jóhanna 2,5 ára bendir á Ara og segir:  "Hann líka Lína!"

Maí 2007

Anna Sigyn 2,5 ára setur slæðu yfir hausinn og kemur til mín.  Segir "VAAAAAA!!!" 
Anna Gréta spyr:  "Ertu draugur?"
"Já", svarar Anna Sigyn.
Jóhanna 2,4 ára kemur að og setur líka slæðu yfir sig og segir:  "Ég líka draumur!"

Marta 2,3 ára í morgunspjalli og veður úr einu í annað:
"Mér finnstur namma góður.  Mamma kaubidda fyrir mér bangsabréf í pokanum."
"Hvar var það?", spyr Ella.
"Í Ameríku", svarar þá Marta.

Marta 2,3 ára heldur áfram:  "Pabbi keyrir hratt."
Ella spyr: "Hvað segir löggan þá?"
Marta:  "EKKI keyra hratt!!"

Theodór 2,5 ára og fleiri voru að leika í lestarleik.  Þegar honum þótti hinir eitthvað vera lengi að setjast í lestina segir hann:  "Lets go!!!"

Theodór 2,5 ára er eitthvað lengi að borða brauðið sitt í síðdegishressingunni og Sigga Þóra er eitthvað hvetja hann áfram:  "Settu nú brauðið í magann, Theodór!".  Theodór tekur brauðið og setur brauðið á magann.  Ekki alveg leiðin sem hún var að meina en gott samt.

Marta 2,3 ára var að segja frá því að mamma hennar hafi keyrt hratt.  Anna Gréta spyr:  "Vonandi ekki of hratt?".  "Nei" svarar Marta, "bara LÍTILLEGA". 

Apríl 2007

Anna Sigyn datt á hausinn inni í Hofi og fékk skurð á ennið.  Það blæddi mikið og hin börnin fylgdust stóreyg með.  Svo settist Anna Gréta niður með Önnu Sigyn í fanginu og sagði að bráðum kæmi pabbi hennar Önnu Sigynar og færi með hana til læknis.  Ara 2,8 ára var mjög umhugað um að hugga Önnu Sigyn og vera góður við hana.  Svo sagði hann:  "Ég vil vera læknir Önnu Sigyn".

Við morgunverðarborðið segir Jóhanna 2,3 ára:  "Meiddi í munninum mínum"
Anna Gréta:  "Hvernig kom meiddi í munninn?"
Jóhanna:  "Kisa gera meiddi í munninn" og svo eftir svolitla stund "Ég tína peninga".
Þórunn:  "Ha, varstu að tína pening, kannski af trjánum?"
Ari 2,8 ára:  "Borga peninga.  Borga kisu peninga".
Þá væntanlega svo að kisa meiði ekki framar.

Óli 2,2 ára:  "Ég á mömmu"
Anna Gréta:  "Og hvað heitir hún?"
Óli:  "Mamma góða"

Baldur 2,3 ára:  "Ég á líka mömmu"
Anna Gréta:  "Og hvað heitir hún?"
Baldur (óskýrt): "Doppa hottintotta"
Anna Gréta:  "Doppa hottintotta????"
Baldur svarar hneykslaður:  "Nei, Þorbjörg Þorsteinsdóttir"
Eitthvað farin að bila heyrnin í þessum leikskólakennurum

Pabbi hans Péturs Reidars er í útlöndum.  Anna Gréta spyr hann hvað hann sé að gera í útlöndum.  Pétur Reidar 2,7 ára hugsar sig um stutta stund og svarar svo:  "Pabbi gráta"

Thea 2,3 ára tínir fræ úr brauðinu sínu og segir:  "ÉG vil ekki svona steina"

Janúar - mars 2007

Á föstudegi voru við að ræða hvað við ætluðum að gera um helgina.  Þegar Marta, 2,1 árs, var spurð svaraði hún eftir svolitla umhugsun:  "Mæli í rassinn".  Við vonum að hún hafi ekki séð fyrir veikindi um helgina. 

Dagur2,5 ára vaknar síðastur úr hvíldinni.  Stendur syfjaður upp og gengur að speglinum.  Segir hissa "Hæ!?!" við spegilmyndina.

Krakkarnir eru búnir að raða saman stólum í langa runu og búa þannig til lest.  Þau fara á fílahestbak og svo í bakarí að kaupa kakó og kökur.  Svo ákveða börnin að fara að gefa öndunum brauð.  Ari lestarstjóri, 2,7 ára, ætlar að fara að tilkynna hvert við erum að fara en þá man hann ekki alveg hvar endurnar eiga heima.  Hann gefst þó ekki upp og tilkynnir glaður:  "Við erum að fara í bra-bra-ríið!"  Flott nýyrði.

Marta 2,1 árs tilkynnir mjög ánægð:  "Marta á bæði mömmu og pöbbu"

Auður segir við Mörtu sem er í kjól:
"Marta, þú ert svo mikið skvísa!"
Marta 2,1 árs svarar:  "Já, Marta vísa, nei, Marta skísa."

Anna Gréta finnur einhverja dularfulla lykt og er alveg viss um að Baldur 2,1 árs sé búinn að kúka.  Hún þefar af bossanum en engin er lyktin.  Anna Gréta segir þá:
"Úps, ég barar ruglaðist."
Baldur segir þá snarlega:  "Já, Anna Gréta rugluð:"

Ari 2,6 ára og Anna Sigyn 2,3 ára  sitja á koppum inni á baði og Jóhanna og Karen Drífa fylgast með.  Mikið er rætt um hverjir hafa typpi og hverjir ekki.  Þegar búið er að telja upp alla á Skýjakoti spyr Ari:  "Könguló, er hún með typpi?"

Ari 2,6 ára kíkir inn á baðherbergi og sér tréhjól sem brotnaði um daginn.  Hann segir :  "Ari laga."  Eftir að hafa skoðað hjólið svolitla stund segir hann "Hvar eru batteríin?"

Í miklu frosti í janúar var mikið um að börnin fengju straum hvert af öðru, af dýnunum eða af okkur kennurunum.  En einhverra hluta vegna miskildist orðið og allir sögðumst hafa fengið DRAUM.  Svolítið flott, ekki satt?

Theodór kemur í leikskólann með pabba sínum.  Þegar Sigurvin, pabbi Theodórs, er að fara að kveðja strákinn sinn sér hann fullt af hori í nebbanum og skýst inn á bað að ná í pappír.  Ari 2,5 ára var að leika sér nálægt og spyr hissa: "Hvert fór kallinn?"  Þess má geta að pabbi Theodórs er ekki enn orðinn þrítugur og myndi þá yfirleitt ekki teljast kall.

María Ólöf 1,11 ára syngur lagið Tombai en er búin að breyta textanum eftir eigin höfði:
"Pabbi, pabbi, pabbi, pabbi,
pabbi, pabbi, pabbi.
Gargar hér, gargar þar,
gargar alls staðar.
Tralalala lalalalala lalalalalala
Komdu!!"

Við sitjum við hringborðið og erum að fara að líma.  Thea 2 ára  sér stóran límbrúsa og nokkra litla.  "Mig vantar litla sósu" segir hún og bendir á einn lítinn límbrúsa.

Verið er að skipta um bleiu á Mörtu 1,11.  "Marta ekki með kúk" segir Marta.  Við ræðum um það að það þurfi líka að taka bleiuna af þegar það er komið piss í hana.  Þá segir Marta glöð:  "Mamma gleyma pissinu heima".